Formúla

  • Tilboð
  • Venjulegt verð 890 kr
með VSK


Formúla inniheldur allt sem þarf í einum drykk og nýtist best ef drukkin á meðan æfingu stendur. Formúla er einföld og handhæg lausn sem um leið gefur enn betri árangur. Öll innihaldsefnin eru merkt á umbúðir, hafa vísindalegan tilgang og eru í nægilegu magni til að þjóna honum.

Formúla nýtist við allar tegundir íþrótta og áreynslu enda alhliða næring og orkugjafi. Afreksmenn hafa lýst ánægju með áhrif hennar í kraftlyftingum, þríþraut, boltaíþróttum og hvaðeina. Hefðbundin fæða kemur þér í gegnum daginn en Formúla gerir þér kleyft að klára æfinguna, leikinn eða keppnina. Formúla hindrar niðurbrot og þar með neikvæð eftirköst átaks, hún eykur orku og úthald og stuðlar að uppbyggingu vöðva.

Innihaldsefni: Kolvötn (maltsykurkeðjur, hringaðir fjölgreina sterkjuhlutar, bragðsykur, sveppasykur, þrúgusykur), prótín og amínósýrur (hlutaniðurbrotin prótín, sítrúllín, lefsín, alanín), kreatín, bragðefni, beta-karótín (E955), súkralósi (E160a), sölt (Na, Cl, K, Mg, Ca) kaffín (200mg/skammt)

Næringargildi í 100g:
Orka 1607 KJ / 384 Kkal

Fita

0 g

Kolvötn

55 g

Þar af ein- og tvísykrur

17 g

Prótín og amínósýrur

36 g*RDS
Natríum 200 mg 8%
Klór 30mg 4%
Kalíum 60 mg 3%
Kalk 30 mg 4%
Magnesíum 6 mg 2%


* Hlutfall af ráðlögðum dagskammti 

Bragð: Sítrus & Ástaraldin

10 skammtabréf eru í kassanum.

Leiðbeiningar: Setjið ríflega 600ml af vatni í lítersbrúsa. Hellið innihaldi pokans saman við og hristið í u.þ.b hálfa mínútu. Eðlilegt er að drykkurinn freyði við blöndun. Fyllið með vatni upp að einum líter og hristið.

Drekka skal Formúlu á meðan æfingu stendur

 

Meira um Formúlu:

Formúla er hagkvæm lausn sem sameinar virkni allra annarra valkosta á markaðnum í tærum drykk og fersku bragði. Tilbúinn skammtur af dufti er leystur upp í vatni og einfaldlega drukkinn á æfingu.
Formúla sér vöðvum fyrir nægilegri orku, næringarefnum, vatni og blóðflæði, en þannig fæst betri árangur, kraftur og ending á æfingum. Þá hindrar virkni Formúlu vöðvaniðurbrot og stuðlar einnig að uppbyggingu, auk þess sem hún dregur úr harðsperrum, veiklun og þreytu, sem annars fylgja átaksmiklum æfingum.
Drykkurinn inniheldur sérstök hlutniðurbrotin prótín og sérmeðhöndluð kolvetni sem ekki eru í neinum öðrum fæðubótarefnum á markaðnum.
Samsetning drykkjarins er líka einstök og hefur ekki sést áður en tveir íslenskir lyfjafræðingar, Finnur Freyr Eiríksson og Hannes Þórður Þorvaldsson, þróuðu drykkinn. 
Innihaldsefnin eru valin með hliðsjón af nýjustu vísindum, þar sem notkun þeirra er rökstudd í birtum greinum. Öll þjóna þau því tilgangi og þess er gætt að magn efna sé rétt, þ.e. nægjanlegt til að ná fram tilætlaðri virkni!

Formúla er blandað hérlendis úr hreinum efnum. Vörunni fylgir því öryggi sem felst í innlendri framleiðslu og faglegri ábyrgð lyfjafræðinga. 

Liquid error: Could not find asset snippets/age-check.liquid