BYROKKO TAN MOUSSE

  • Tilboð
  • Venjulegt verð 4.190 kr
með VSK


SELF-TANNING MOUSSE (200 ML)
Frábær vara sem myndar fallega, náttúrulega brúnku sem aðlagast vel húðinni og dregur fram litinn sem hentar þér best!

Brúnkan byrjar að myndast fljótlega eftir að BYROKKO express brúnkuformúlan er sett á húðina. Brúnkufroðan þornar hratt og er létt þannig hún verður ekki klístrug á húðinni. Engir appelsínugulir tónar og engin vond lykt!

í brúnkufroðunni eru melanin-örvandi efni ásamt öðrum náttúrulegum brúnkumyndandi efnum sem örva húðfrumurnar og leyfa brúnkunni að myndast hraðar.


Skýlum okkur frá sólinni en náum fallegri brúnku allan ársins hring.

 

Til að ná sem bestum árangri:

Undirbúningur

Ráð nr.1: Til að ná jafnri brúnku án þess að verða flekkóttur er mælt með því að skrúbba húðina í sturtu áður en brúnkufroðan er notuð.

Ráð nr.2: Nota rakakrem á þá líkamshluta sem helst verða þurrir svo sem olnboga, hné, ökkla og fætur.

Notkun

Skref 1: Hrista vel brúnkufroðuna áður en hún er notuð

Skref 2: Pumpa froðuma beint á BYROKKO hanskann (ekki er mælt með a bera froðuna á líkamann með berum höndum). 

Skref 3: Bera BYROKKO brúnkufroðuna með löngum, jöfnum strokum yfir fótleggi, handleggi og líkamann. Vera viss um að búið sé að bera vel á alla líkamshluta áður en afgangs froðunni í hanskanum er dreift á hendur og fætur. 

Skref 4: Bíða skal í nokkrar mínútur (5-10 mínútur) áður en farið er í föt. 

Fáðu þá brúnku sem þú vilt

LIGHT: Fara í sturtu eftir 1 klukkustund eftir að brúnkufroðan hefur verið sett á fyrir ljósa, fallega brúnku. 

SUNKISSED MEDIUM: Leyfa brúnkufroðunni að vera á húðinni í 2-3 klukkustundir fyrir örlítið dekkri brúnku. 

VACATION DARK: Leyfa brúnkufroðunni að vera á húðinni í 8 klukkustundir áður en farið er í sturtu fyrir fallega, dökka brúnku. 

TROPICAL ULTRA DARK: Setja brúnkufroðuna á í annað sinn 15 mínútum eftir fyrra skipti (tvöfalt lag) og leyfa froðunni að vera á húðinni í 8 klukkustundir áður en farið er í sturtu. 

* Brúnkan helst á húðinni í upp undir 10 daga og hverfur jafnt og þétt alveg eins og um náttúrulega sólarbrúnku væri að ræða *

* Nota skal brúnkufroðuna eins oft og þurfa þykir fyrir meiri og betri áhrif *

HVAÐ ER Í VÖRUNNI?

Brúnkufroðan inniheldur lífrænar afurðir og er vegan. Það inniheldur engin eiturefni, enga parabena eða súlföt og engin vond brúnkukremslykt. Varan hefur ekki verið prófuð á dýrum.
Brúnkufroðan inniheldur rakagefandi olíur sem veita húðinni raka. 

Innihaldsefni:

  • WATER (AQUA, EAU), PROPYLENE GLYCOL, DIHYDROXYACETONE, PEG-6 CAPRYLIC/CAPRIC GLYCERIDES, DIHYDROXYPROPYL PEG-5 LINOLEAMMONIUM CHLORIDE, PEG-7 GLYCERYL COCOATE, CARAMEL, PHENOXYETHANOL, CAPRYLYL GLYCOL, POTASSIUM SORBATE, HEXYLENE GLYCOL, GLYCERIN, HELIANTHUS ANNUUS (SUNFLOWER) SEED OIL, BETA VULGARIS (BEET) ROOT EXTRACT, PANTHENOL, SOLANUM LYCOPERSICUM (TOMATO) FRUIT EXTRACT, VACCINIUM MACROCARPON (CRANBERRY) FRUIT EXTRACT, ASCORBIC ACID (VITAMIN C), TOCOPHERYL ACETATE (VITAMIN E), THEOBROMA CACAO (COCOA) SEED BUTTER, ROSA CANINA (ROSE HIP) FRUIT OIL, GLYCINE SOJA (SOYBEAN) OIL, CUCUMIS SATIVUS (CUCUMBER) FRUIT EXTRACT, YELLOW 5 (CI 19140), GREEN 5 (CI 61570), RED 40 (CI 16035), RED 33 (CI 17200),BLUE 1 (CI 42090), YELLOW 6 (CI 15985)

 

 

Algengar spurningar:

Hversu langan tíma tekur fyrir brúnkuna að myndast?

Það má skilja froðuna eftir á líkamanum í 1-8 klukkustundir (eða lengur) eftir því hversu dökka brúnku hver og einn vill framkalla. Því lengur sem þú skilur brúnkufroðuna á líkamanum því dekkri verður brúnkan. 

Hversu fljótt má klæða sig efitr að brúnkufroðan er notuð?

Svo að brúnkan myndast jafnt og almennilega er mælt með að bíða í 10 mínútur áður en farið er í föt. 

Má bera brúnkufroðuna á líkamann með berum höndum?

Mælt er sterklega með því að nota brúnkuhanska fyrir bestan árangur. Þannig verður brúnkan jöfn og skilur ekki eftir sig flekki.

 

 

OKKAR MARKMIÐ:

Okkar aðalmarkmið er að deila okkar vitneskju um #tanningsmart og lofa viðskiptavinum fallegri og ljómandi brúnku. 

Taktu skrefið og vertu besta útgáfan af sjálfum þér!Liquid error: Could not find asset snippets/age-check.liquid