Formúla inniheldur allt sem þarf í einum drykk og nýtist best ef drukkin á meðan æfingu stendur. Formúla er einföld og handhæg lausn sem um leið gefur enn betri árangur. Öll innihaldsefnin eru merkt á umbúðir, hafa vísindalegan tilgang og eru í nægilegu magni til að þjóna honum.
Formúla nýtist við allar tegundir íþrótta og áreynslu enda alhliða næring og orkugjafi. Afreksmenn hafa lýst ánægju með áhrif hennar í kraftlyftingum, þríþraut, boltaíþróttum og hvaðeina. Hefðbundin fæða kemur þér í gegnum daginn en Formúla gerir þér kleyft að klára æfinguna, leikinn eða keppnina. Formúla hindrar niðurbrot og þar með neikvæð eftirköst átaks, hún eykur orku og úthald og stuðlar að uppbyggingu vöðva.
Innihaldsefni: Kolvötn (maltsykurkeðjur, hringaðir fjölgreina sterkjuhlutar, bragðsykur, sveppasykur, þrúgusykur), prótín og amínósýrur (hlutaniðurbrotin prótín, sítrúllín, lefsín, alanín), kreatín, bragðefni, beta-karótín (E955), súkralósi (E160a), sölt (Na, Cl, K, Mg, Ca) kaffín (200mg/skammt)
Næringargildi í 100g:
Orka 1607 KJ / 384 Kkal
Fita |
0 g |
Kolvötn |
55 g |
Þar af ein- og tvísykrur |
17 g |
Prótín og amínósýrur |
36 g |
*RDS | ||
Natríum | 200 mg | 8% |
Klór | 30mg | 4% |
Kalíum | 60 mg | 3% |
Kalk | 30 mg | 4% |
Magnesíum | 6 mg | 2% |
* Hlutfall af ráðlögðum dagskammti
Bragð: Sítrus & Ástaraldin
10 skammtabréf eru í kassanum.
Leiðbeiningar: Setjið ríflega 600ml af vatni í lítersbrúsa. Hellið innihaldi pokans saman við og hristið í u.þ.b hálfa mínútu. Eðlilegt er að drykkurinn freyði við blöndun. Fyllið með vatni upp að einum líter og hristið.
Drekka skal Formúlu á meðan æfingu stendur
Meira um Formúlu: